Fjörðurinn er djúpur og skjólgóður

 

 Seyðisfjarðarhöfn er skjólgóð, fjörðurinn djúpur og skerjalaus. Höfnin er hin íslenska heimahöfn bíla- og farþegaferjunnar Norrænu, en hún siglir á milli Færeyja, Íslands og Danmerkur vikulega, árið um kring. Koma skemmtiferðaskipa hefur aukist ár frá ári og þjónusta við skip og farþega er eins og best verður á kosið.

Starfsemi

Almenn hafnarþjónusta:
Seyðisfjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu eða legu fyrir skip og báta afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu. Starfsemi er samkvæmt skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og hafnarreglugerð nr. 275/2006 með breytingu nr. 499/2007.

Mynd af staðsetningu sorpíláta

Vigtun:
Byggir á reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla. Þar segir m.a. að allur afli skal veginn á hafnarvog í löndunarhöfn þegar við löndun aflans og skal vigtun afla vera lokið innan tveggja klukkustunda frá því að löndun lauk. Skal við vigtunina nota löggilta vog í eigu viðkomandi hafnar. Vigtun skal framkvæmd af starfsmanni hafnar sem hlotið hefur til þess löggildingu.

Hafnsaga:
Byggir á lögum nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga. Þar er m.a. kveðið á um hafnsögu og leiðsögu skipa, skyldur leiðsögumanns, umboðsmanns skips o.fl.

Höfnin er opin allan sólarhringinn, Síminn á hafnarvog er 470 2360 og 862 1424

Þeir sem nýta sér löndunaraðstöðu smábáta ber að færa bátinn frá löndunarkrana um leið og afli bátsins hefur verið vigtaður á hafnarvog. Óheimilt er að teppa löndunaraðstöðu eftir að löndun sjávarafurða lýkur.

Tilkynning um komu til hafnar og ósk um lóðsþjónustu skal berast með sólarhrings fyrirvara (24 klst.) í síma Seyðisfjarðarhafnar.

Ef óskað er eftir lóðsþjónustu skal, auk þess sem að framan getur, láta hafnsögumann vita tveimur klst. fyrir komu í lóðspunkt í síma 862-1424.

Kort, stærðar og dýptartölur

Innsti hluti     Mið hluti     Ysti hluti

Hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn

Reglugerð vegna köfunar í Seyðisfirði

GPS-punktar :
65°15,800’N – 14°15.800’W

Sunnan megin í botni fjarðarins er Strandarbakki,
aðalega ætlaður skemmtiferðaskipum og stærri skipum.
Þar er afgirt tollasvæði, þjónustuhús og biðsalur fyrir sjófarendur.
Lengd 170M og dýpt að lágmarki 10M.
Vinsamlega athugið að í júní, júlí og ágúst er ekki hægt að taka skemmtiferðaskip að Strandarbakka á fimmtudögum frá 08:00-12:00 því ferjan Norræna er í höfn. Einnig er ekki hægt að taka skip að Strandarbakka frá september – maí á þriðjudögum og miðvikudögum.
Rafræn vöktun er í notkun við Strandarbakka og í móttökuhúsi við Ferjuleiru 1.
Reglur um rafræna vöktun má finna hér, Reglur Seyðisfjarðarhafnar um rafræna vöktun.  

Flotbryggja er staðsett rétt við Strandarbakka gps: 65°15’50″N 14°00’00″W

Norðan megin í botni fjarðarins er Bjólfsbakki,
aðalega ætlaður lestun og losun ýmissar vöru,
einnig er hægt að leggja þar fyrir smærri viðgerðir.
Lengd 150M og dýpt að lágmarki 7M.

Á miðri legu á liggur skipsflak olíuskipsins El Grillo
er grandað var í heimstyrjöldinni síðari.
Það liggur á réttum kili og snýr stefninu út fjörðinn
ekki ósvipað skipi í flösku.

 

marine traffic

Sjókort af Seyðisfirði

Sjókort af Austfjörðum